
Húsakostur býður upp á faglega og sérhæfða aðstoð þegar kemur að fasteignum.
Sérhæfing félagins er fólgin í nánast öllu sem viðkemur fasteignum, hvort sem það er almenn skjalagerð í fasteignakaupum, aðstoð við lántöku eða ráðgjöf þessu tengt.
Félagið býður einnig upp á húsfélagaþjónustu, getur annast útleigu fasteigna, gerð lóðarleigusamninga, hvers konar samþykktir og aðstoð við sumarhúsafélög eða húsfélög, skiptingu lóða, stofnun lóða og fasteigna í Fasteignaskrá, ásamt aðstoð og ráðgjöf er varðar rekstur fasteigna.
Húsakostur býður upp á sáttamiðlun í fasteignakaupum og samskiptadeilum en eigandi félagsins er meðlimur í Sátt, félagi sáttamiðlara.
Húsakostur er í samstarfi við Fagsýn, fasteignaskoðun og ráðgjöf.
Húsakostur sér ekki um málflutning fyrir dómstólum en félagið er ekki lögmannsstofa og tekur ekki að sér mál af því tagi.
Húsakostur -
Fasteigna- og lögfræðiráðgjöf ehf.

Húsakostur veitir fasteignatengda lögfræðiþjónustu, s.s. skjalagerð í fasteignakaupum án þess að annast milligöngu um sölu viðkomandi fasteignar. Öll fasteignatengd skjalagerð er í boði, s.s. að útbúa kaupsamninga, veðleyfi, afsöl og skuldabréf.
Húsakostur getur aðstoðað við að útvega ástandsskoðun í fasteignakaupum og aðstoð við lántökur. Þá býður Húsakostur upp á gerð kaupmála, erfðaskráa, leigusamninga, auk þess að aðstoða við framkvæmd og skjalagerð í tengslum við fyrirfram greiddan arf.
Húsakostur er með húsfélagaþjónustu sem felst í því að halda aðalfundi og almenna fundi húsfélaga, boða til þeirra og stýra fundum. Áralöng reynsla er innan Húsakosts af því að stýra framkvæmdum á vegum félaga og húsfélaga, allt frá undirbúningi ákvörðunar um að fara í framkvæmdir og annast alla milligöngu verksins, svo sem að afla tilboða í verk, fjármagna verkið, gera verksamninga og fá verktaka í verk, o.s.frv.
Húsakostur getur útvegað byggingastjóra á stórum sem smáum byggingaverkefnum og annast umsókn byggingarleyfis og annarra nauðsynlegra leyfa, sem og að veita ráðgjöf því tengdu.



Sáttamiðlun
Húsakostur býður upp á sáttamiðlun í fasteignakaupum og starfar með fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins við að ná fram sáttum þegar upp koma deilur í fasteignaviðskiptum.
Ósætti kemur oft upp á milli kaupanda og seljanda í fasteignaviðskiptum. Sáttamiðlun er afar áhrifarík aðferð til að leiða fram lausnir á deilum þessara aðila þegar deilurnar eru ekki þess eðlis að aðkoma dómstóla sé þörf. Oft á tíðum nægir einn til tveir tímar með sáttamiðlara sem beitir viðurkenndum aðferðum sáttamiðlunar til að lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við náist.
Húsakostur býður einnig upp á sáttamiðlum í hvers konar samskiptadeilum, s.s. við skilnað hjóna, þó megináherslan sé á deilur í fasteignakaupum.
Húsakostur -
Fasteigna- og lögfræðiráðgjöf ehf.
kt. 460109-0430
Síðumúla 22, 105 Reykjavík