top of page
Capture_Viðreisn_framboðsmyndir_2021-07-082866.jpg

Marta Jónsdóttir er eigandi Húsakosts.

 

Hún er með tæplega 20 ára starfsreynslu, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi á einkamarkaði og hjá hinu opinbera.

Hún var framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., framkvæmdastjóri Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi sf., starfaði hjá Innanríkisráðuneytinu þar sem hún fór með umferðarmál, var yfirlögfræðingur Umferðarstofu, deildarstjóri hjá Samgöngustofu og var verkefnastjóri þinglýsingadeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík, ofl.

Marta hefur sótt sér ýmsa viðbótarmenntun og starfsréttindi, s.s. nám í samningatækni við Harvard Business School, löggildingu sem fasteigna- og skipasali, og setið námskeið í sáttamiðlun. 

Marta hefur auk þess setið í fjölda stjórna og nefnda, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún er í yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og er í stjórn Isavia. 

Húsakostur -

Fasteigna- og lögfræðiráðgjöf ehf. 

kt. 460109-0430

Síðumúla 22, 105 Reykjavík

bottom of page