
Húsakostur býður upp á faglega og sérhæfða aðstoð þegar kemur að fasteignum.
Sérhæfing félagins er fólgin í nánast öllu sem viðkemur fasteignum, hvort sem það er almenn skjalagerð í fasteignakaupum, aðstoð við lántöku eða ráðgjöf þessu tengt.
Félagið býður einnig upp á húsfélagaþjónustu, getur annast útleigu fasteigna, gerð lóðarleigusamninga, hvers konar samþykktir og aðstoð við sumarhúsafélög eða húsfélög, skiptingu lóða, stofnun lóða og fasteigna í Fasteignaskrá, ásamt aðstoð og ráðgjöf er varðar rekstur fasteigna.
Húsakostur býður upp á sáttamiðlun í fasteignakaupum og samskiptadeilum en eigandi félagsins er meðlimur í Sátt, félagi sáttamiðlara.
Húsakostur er í samstarfi við Fagsýn, fasteignaskoðun og ráðgjöf.
Húsakostur sér ekki um málflutning fyrir dómstólum en félagið er ekki lögmannsstofa og tekur ekki að sér mál af því tagi.

Marta Jónsdóttir er eigandi Húsakosts.
Hún er með tæplega 20 ára starfsreynslu, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi á einkamarkaði og hjá hinu opinbera.
Hún var framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., framkvæmdastjóri Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi sf., starfaði hjá Innanríkisráðuneytinu þar sem hún fór með umferðarmál, var yfirlögfræðingur Umferðarstofu, deildarstjóri hjá Samgöngustofu og var verkefnastjóri þinglýsingadeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík, ofl.
Marta hefur sótt sér ýmsa viðbótarmenntun og starfsréttindi, s.s. nám í samningatækni við Harvard Business School, löggildingu sem fasteigna- og skipasali, og setið námskeið í sáttamiðlun.
Marta hefur auk þess setið í fjölda stjórna og nefnda, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún er í yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og er í stjórn Isavia.
Húsakostur -
Fasteigna- og lögfræðiráðgjöf ehf.
kt. 460109-0430
Síðumúla 22, 105 Reykjavík